Banaslys varð á Bíldudal þegar ekið var á gangandi vegfaranda um sexleytið í gær.
Bíl var ekið á unga stúlku sem var á gangi og talið er að hún hafi látist samstundis.
Lögreglan gat ekki veitt frekari upplýsingar um tildrög slyssins í gærkvöld. Ekki er hægt að greina frá nafni stúlkunnar að svo stöddu.