Hljóp frá árekstri í Kópavogi en var hlaupinn uppi

Maður um þrítugt var hlaupinn uppi í Kópavogi í gærkvöldi er hann reyndi að stinga af frá ákeyrslu á Hamraborgarbrúnni. Lögregla hafði við honum og klófesti hann eigi allfjarri.

Maðurinn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum vímuefna en bifreiðin sem hann hljóp frá eftir að hafa ekið á aðra reyndist ótryggð. Skemmdist hún talsvert við óhappið. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð en sleppt að rannsókn lokinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert