Ók fram á 14 hesta á Hólavegi

Lausaganga hesta og búfjár er alvarlegt vandamál í Hornafirði. Litlu mátti muna að illa færi þegar vöruflutningabíll ók fram á fjórtán hesta stóð á Hólavegi um 4 km frá Höfn í Hornafirði aðfaranótt fimmtudags.

Ökumanni tókst að hemla í tæka tíð en lét neyðarlínu vita af hestastóðinu. Lögreglumaður á vakt fór svo að rak hestana inn í girðingu og tók það vel á aðra klukkustund. Í dag þurfti svo að reka þrjá hesta af hringveginum.

Að sögn lögreglu eru girðingar í nágrenni Hafnar í afar slæmu ásigkomulagi og lausaganga hrossa og búfjár almennt er alvarlegt vandamál og skapar hættur í umferðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert