Vegaframkvæmdir taldar fæla ferðamenn frá Kelduhverfi

Frá vegaframkvæmdum á Tjörnesi. Það styttist nú óðum í að …
Frá vegaframkvæmdum á Tjörnesi. Það styttist nú óðum í að hægt sé að aka á bundnu slitlagi frá Reykjavík norður í Ásbyrgi. mbl.is/Hafþór

Minna hefur verið um ferðamenn í Kelduhverfi það sem af er sumri miðað við síðustu ár. Þetta kemur fram í fréttabréfi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum, sem kom út í dag. Er þar haft eftir starfsfólki í versluninni í Ásbyrgi að það hafi ekki einhlítar skýringar á þessu. Þó væri töluvert hringt og spurst fyrir um það hvort vegaframkvæmdum á Tjörnesi sé lokið en þar hafa miklar vegaframkvæmdir staðið yfir undanfarin ár.

Unnið er nú við síðasta kafla vegarins um Tjörnes, þar er um að ræða 11,7 km kafla frá Breiðuvík að Bangastöðum. Nú þegar er komið bundið slitlag á hluta þess kafla og styttist því óðum í að bundið slitlag verði komið á veginn um Tjörnes. Áætluð verklok eru í september nk. en verktaki er Árni Helgason á Ólafsfirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert