Hentist út úr bílnum

Ökumaður missti stjórn á bíl sínum rétt fyrir utan Grundarfjörð, á leið til Ólafsvíkur, og lenti utan vegar um kl. 8 í morgun. Hentist hann út úr bílnum og segir lögreglan í Stykkishólmi ótrúlegt að ekki skyldi fara verr. Landslagið, þar sem bíllinn fór út af, hafi komið í veg fyrir að maðurinn fengi bílinn á sig. Snerist bíllinn langsum í veltunni og fór fram hjá honum. Stöðvaðist bíllinn um 80 metra frá veginum en maðurinn um 20 metra.

Ökumaðurinn er grunaður um ölvun og var ekki í bílbelti. Hann slapp með skrámur og var fluttur á Heilsugæslustöðina í Grundarfirði, en fékk að fara heim að lokinni skoðun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert