Spara þyrfti milljarð í kaupum á lyfjum

Heilbrigðisráðuneytið og lyfjahópur Félags íslenskra stórkaupmanna freista þess að ná samkomulagi um frekari lækkanir á lyfjaverði, en allt útlit er fyrir að hækkun á lyfjakostnaði Tryggingastofnunar milli áranna 2003 og 2004 verði að minnsta kosti átján prósent miðað við núverandi forsendur en ekki níu prósent eins og ráð var fyrir gert.

Að sögn Eggerts Sigfússonar, deildarstjóra á skrifstofu lyfjamála í heilbrigðisráðuneytinu, var áformað að spara 450 milljónir á lyfjareikningi TR í ár miðað við fjárlög en sá sparnaður þyrfti í dag að vera nær milljarði, að hans sögn vegna aukinna útgjalda.

Samkomulag lyfjaverðsnefndar og FÍS, sem kom til framkvæmda að fullu 1. júlí sl., gerði ráð fyrir 300 milljóna króna sparnaði á ári miðað við heildsöluverð og 500 milljónum í smásölu.

Reglugerð um viðmiðunarverð í gildi 1. ágúst

Gildistöku reglugerðar um viðmiðunarverð lyfja í þremur kostnaðarsömustu flokkunum, sem taka átti gildi 1. maí, var frestað í kjölfar samkomulagsins, en hún tekur gildi að óbreyttu 1. ágúst. Kostnaðarhlutdeild TR miðast við ódýrasta lyfið í hverjum flokki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert