Staðfest að fjölmiðlalög verða afturkölluð

Ríkisstjórnin á fundi í Stjórnarráðshúsinu.
Ríkisstjórnin á fundi í Stjórnarráðshúsinu.

Ríkisstjórnarfundi lauk skömmu fyrir klukkan 11 í dag en ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sitja enn í fundarsalnum. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, staðfesti eftir fundinn að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi og fjölmiðlafrumvarpið, sem nú liggur fyrir Alþingi, verði dregið til baka. Gert er ráð fyrir að þingflokkar stjórnarflokkanna komi saman síðdegis í dag og fjalli þar um málið en allsherjarnefnd Alþingis hefur verið boðuð á fund klukkan 14.

Guðni sagði við fréttamenn, að auðvitað liggi fyrir að lögin verði felld úr gildi og þessu máli verði lokið að sinni. Hann sagði að alger samstaða væri um málið milli flokkanna um þessa niðurstöðu.

Þegar Guðni var spurður hvort hann teldi að um væri að ræða sigur fyrir Framsóknarflokkinn sagði hann að ekki væri hægt að kalla þessa niðurstöðu sigur; málið væri í biðstöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert