Barnsfaðir Sri Rhamawati unir gæsluvarðhaldsúrskurði

Karlmaður, sem grunaður er um að hafa ráðið barnsmóður sinni bana, hyggst una úrskurði Héraðsdóms sem dæmdi hann í áframhaldandi gæsluvarðhalds eða fram til 11. ágúst. Manninum var einnig gert að sæta geðrannsókn. Síðast sást til barnsmóður mannsins og fyrrverandi sambýliskonu, Sri Rhamawati, í júlíbyrjun.

Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir engar nýjar fregnir af málinu. Hann segir að játning liggi ekki fyrir og að yfirheyrslur hafi ekki verið í dag. Ekki hafi fleiri verið handteknir í tengslum við hvarf Sri.

Leit stendur enn yfir að Sri og segir Ómar Smári að leitað sé á mismunandi stöðum með mismiklum þunga eftir vísbendingum á ákveðnum svæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert