Játar að hafa banað Sri Ramawhati

Kafarar leita nú að líki Sri Rhamawati við Kjalarnes.
Kafarar leita nú að líki Sri Rhamawati við Kjalarnes. mbl.is/Júlíus

Fyrrverandi sambýlismaður Sri Rhamawati játaði við yfirheyrslur hjá lögreglu í dag að hafa orðið valdur að dauða hennar, að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík. Viðurkenndi maðurinn að hafa fyrirkomið konunni á heimili sínu að morgni sunnudagsins 4. júlí. Ómar Smári segir að maðurinn hafi jafnframt játað að hafa komið líki konunnar fyrir á þeim stað sem hann vísaði lögreglu á í gær, í Hofsvík á Kjalarnesi.

Ómar Smári segir að leit á svæðinu sem sambýlismaðurinn fyrrverandi vísaði á, haldi áfram. „Við vitum ekki nema straumar hafi haft einhver áhrif en við munum kanna allt svæðið,“ segir Ómar Smári og segir að átta kafarar leiti nú að líki Sri Rhamawati.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert