Ekki er vitað hvernig gengur með rekald sem varpað var í sjóinn við Presthúsatanga við Hofsvík í gær, í tengslum við leit að líki Sri Rhamawati. Fyrrum sambýlismaður hennar játaði að hafa varpað líki hennar í sjóinn á þessum stað fyrir um mánuði síðan. Að sögn Valgeirs Elíassonar, upplýsingafulltrúa slysavarnarfélagsins Landsbjargar, var fylgst með rekaldinu til miðnættis í gær en hann segir það ekki hafa verið skoðað í dag. Hann segir að gögnum í þessu máli verið safnað saman í dag og þau send lögreglu.