Röng ábending er ekki refsiverð

Röng ábending Hákons Eydal um að hann hefði kastað líki Sri Rhamawati fram af klettum á Kjalarnesi er ekki refsiverð og mun að öllum líkindum ekki leiða til þyngri refsingar.

Í kjölfar þess að Hákon benti lögreglu á staðinn á Kjalarnesi hófst mikil leit sem björgunarsveitarmenn, lögregla og aðrir komu að.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa rangar upplýsingar, líkt og þær sem Hákon veitti, ekki áhrif til refsiþyngingar fyrir dómi og kemur sú regla fram í 143. grein hegningarlaga en þar segir m.a: "Ekki varðar það sökunaut í opinberu refsimáli refsingu, þó að hann skýri rangt frá málavöxtum."

Játningar og aðstoð við lögreglu til að upplýsa mál hafa oft leitt til lægri refsingar, þó sú regla eigi síður við í alvarlegri málum. Andstæð hegðun leiðir þó ekki til refsihækkunar, eins og fyrrgreind regla ber með sér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert