Ekið á ungan hjólreiðamann í Kópavogi

Ekið var á hjólreiðamann, sem fæddur er árið 1988, á Birkigrund í Kópavogi í dag. Var hann talsvert slasaður á fæti og höfði og var fluttur með sjúkrabíl á Landsspítala-Háskólasjúkrahús, að sögn lögreglunnar í Kópavogi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert