Lagt hald á skotfæri, skotvopn og þýfi við húsleit í austurborginni

Hluti af vopnunum sem lögreglan lagði hald á í nótt.
Hluti af vopnunum sem lögreglan lagði hald á í nótt. mbl.is/Júlíus

Nokkru eftir miðnætti hafði lögregla í Reykjavík afskipti af mönnum sem áður hafa komið við sögu hennar, þar sem þeir voru á ferð í bíl í borginni. Í kjölfarið var gerð húsleit í húsnæði í austurborginni, sem mennirnir tengjast. Þar var lagt hald á mikið magn skotfæra, nokkur skotvopn, þar á meðal tvær afsagaðar haglabyssur, hnífa, exi og sveðjur, að sögn lögreglu. Við húsleitina fannst jafnframt ætlað þýfi að verðmæti nokkur hundruð þúsund króna og fíkniefni í einhverju magni.

Þrír eru í haldi lögreglu vegna málsins og hafa þeir allir komið áður við sögu lögreglu. Málið er í rannsókn.

Þá handtók lögregla einn mann undir morgun er var á ferð í bíl. Reyndist hann hafa ætlað þýfi í bílunum. Maðurinn er í haldi lögreglu og mun þurfa að gera grein fyrir mununum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert