Leikfélag Akureyrar mun bjóða upp á átta leiksýningar á leikárinu sem er að hefjast. Fjórar sýningarnara eru eigin uppsetningar LA verður m.a. söngleikurinn Óliver! frumsýndur um jólin í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Auk þess mun LA standa fyrir komu fjögurra gestaleiksýninga á árinu.
Uppsetningar LA í vetur eru eftirfarndi:
Svik eftir Harold Pinter í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman. Leikarar eru Ingvar E. Sigurðsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Felix Bersson.
Ausa og stólarnir sem er leiksýning sett saman úr Ausu Steinberg eftir Lee Hall og Stólunum eftir Ionesco. Leikstjóri er María Reyndal, en leikarar eru Ilmur Kristjánsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Þráinn Karlsson og Skúli Gautason.
Söngleikurinn Óliver! eftir Lionel Bart í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. Sýningin er sett upp í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, en fimmtán manna hljómsveit mun leika í sýningunni.
Pakkið á móti eftir Henry Adams í leikstjórn Agnars Jóns Egilssonar.
Gestasýningar eru eftirfarandi:
Brim eftir Jón Atla Jónasson í leikstjórn Hafliða Arngrímssonar. Gestasýning frá Vesturporti.
Rokksöngleikurinn Hárið í leikstjórn Rúnars Freys Gíslasonar. Gestasýning í Íþróttahöllinni í samstarfi við Knattspyrnudeild Þórs og Hársins ehf..
Koddamaðurinn eftir Martin McDonagh. Gestasýning frá Þjóðleikhúsinu.
Deafening Silence. Dansleikhússýning frá Hollandi. Gestasýning frá Orkater.
Til viðbótar við leiksýningarnar átta verður boðið upp á leiklestra, leiklistarnámskeið, umræður, málþing og LA stendur fyrir leiklistarkennslu sem er valgrein í gagnfræðaskólum Akureyrar. Þá verður öllum nemendum í 8., 9. og 10. bekk á Eyjafirði boðið á eina leiksýningu í vetur.