Pétur Blöndal er „tík ársins"

Guðrún Inga Ingólfsdóttir afhendir Pétri Blöndal bikar eftir að hann …
Guðrún Inga Ingólfsdóttir afhendir Pétri Blöndal bikar eftir að hann var útnefndur "tík ársins". Morgunblaðið/Jim Smart

Pétur Blöndal alþingismaður var í gær valinn "tík ársins" af ritstjórn vefritsins Tíkarinnar en tveggja ára afmæli þess var fagnað í gær.

„Hann var valinn vegna þess að hann er jafnréttissinni og hefur barist fyrir jafnrétti í mörg ár," sagði Guðrún Inga Ingólfsdóttir sem situr í ritstjórn Tíkarinnar.

Frá því Pétur tók sæti á Alþingi hafi hann alla tíð talað fyrir jöfnum rétti kynjanna og verið meðal þeirra fyrstu sem bentu á mikilvægi fæðingaorlofs. "Hann var auk þess einn fárra þingmanna sem börðust gegn því að sett yrði þak á greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi," sagði hún.

Í fyrra var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra útnefnd tík ársins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert