Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi krefjast endurskoðunar á ákvörðun um ráðherra

Stjórn Kjördæmasambands framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi krefst þess að ákvörðun þingflokks Framsóknarflokksins um ráðherraskipan verði endurskoðuð nú þegar, og vill stjórnin að Siv Friðleifsdóttir verði áfram ráðherra í ríkisstjórn.

Í ályktun sem stjórnin sendi frá sér í gær kemur fram að gerð sé skýlaus krafa til Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, og þingflokks að nýleg ákvörðun um ráðherraskipan flokksins verði endurskoðuð nú þegar, þannig að oddviti framsóknarmanna í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttir, verði áfram ráðherra í ríkisstjórn Íslands.

Fram kemur í greinargerð með ályktuninni að Siv Friðleifsdóttir sé með flest atkvæði á bak við sig samanborið við aðra þingmenn flokksins þegar atkvæðamagn kjördæma er skipt niður á þingmenn þeirra. Stjórnin segir að Siv hafi langa þingreynslu, mikla reynslu af erlendu samstarfi, og sé af nýrri kynslóð í flokknum. Hún hafi einnig notið afgerandi trausts flokksmanna á síðasta flokksþingi til að gegna stöðu ritara flokksins, sem sé ein af þremur æðstu valdastöðum flokksins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert