Hjálmur bjargaði hjólreiðamanni

Bifreið og reiðhjól lentu saman á Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði skammt innan við gatnamótin við Vallartún um kl. 8 í morgun. Hjólreiðamaðurinn stóð þegar upp og kenndi sér einskis meins og að sögn lögreglumanns á Ísafirði þykir víst að hjálmur sem maðurinn var með hafi bjargað miklu.

Óhappið varð með þeim hætti að hjólreiðamaðurinn sem var á leið út Skutulsfjarðarbraut hugðist beygja upp Vallartún og skall við það á bifreið sem var á sömu leið og hugðist aka framúr honum. Við áreksturinn féll hjólreiðarmaðurinn í götuna og brotnaði hjálmur hans við höggið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert