Mestar líkur á að Kötluhlaup fari um Mýrdalssand

Fjármunir verða tryggðir til að hrinda í framkvæmd tillögum vegna hættumats, sem unnið er að vegna eldgosa og hlaupa frá Eyjafjallajökli og vesturhluta Mýrdalsjökuls.

Þetta kom fram í ávarpi Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, á opnum fundi í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð í morgun. Þar voru frumniðurstöður hættumats kynntar íbúum og eins á fundi síðdegis í gær í Landeyjum.

Kjartan Þorkelsson, sýslumaður Rangæinga og formaður stýrihóps hættumatsins, sagði mikilvægt að heimamenn yrðu fræddir jafnóðum og hættumatið vinnst og kallað eftir skoðunum þeirra og tillögum.

Magnús Tumi Guðmundsson prófessor og Guðrún Larsen sérfræðingur kynntu niðurstöður nýrra rannsókna á eldvirkni í fyrrnefndum gosstöðvum og hlaup af þeirra völdum. Þá kynnti Víðir Reynisson, frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, verk&áætlanir almannavarna vegna mögulegra hamfara í Mýrdalsjökli eða Eyjafjallajökli.

Ná þær til svæðisins frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka