Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér fréttatilkynningu: „Um kl. 22.10 hófst stöðugur gosórói í Grímsvötnum. Jarðvísindamenn og starfsfólk í samhæfingarstöð almannavarna fylgjast með framvindu mála.“ Þá hafa lögreglustjórarnir í Vík í Mýrdal og á Höfn í Hornafirði, samkvæmt ráðleggingum jarðvísindamanna og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, ákveðið að loka veginum um Skeiðarársand á miðnætti. Veginum verður lokað af öryggisástæðum. Lokanirnar verða við Núpsstað að vestan og við afleggjarann að Skaftafelli að austan.