Almannavarnaáætlun sett af stað

Vel var fylgst með framvindu mála í stjórnstöð almannavarna í …
Vel var fylgst með framvindu mála í stjórnstöð almannavarna í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn

Almannavarnaáætlun var sett af stað í gærkvöldi vegna yfirvofandi eldgoss í Grímsvötnum.

Að sögn Víðis Reynissonar, verkefnafulltrúa hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, voru Flugmálastjórn og Vegagerðin virkjaðar, auk þess sem lögreglustjórarnir á Höfn og í Vík voru látnir vita. Öðrum samstarfsaðilum var einnig gert viðvart, en í þeim hópi eru m.a. björgunarsveitir, landlæknisembættið, Rauði kross Íslands og fleiri.

Fulltrúar Flugmálastjórnar og Vegagerðarinnar mættu í björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð í gærkvöldi en þaðan er viðbúnaði Almannavarna stjórnað.

Þetta er í fyrsta sinn sem viðbúnaði vegna eldgoss er stjórnað úr nýju björgunarmiðstöðinni við Skógarhlíð í Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert