Flugleiðin til Egilsstaða er orðin fær. Flogið er suður fyrir Vatnajökul og lengir það flugleið um 10-15 mínútur. Flugfélag Íslands sendi eina flugvél til Akureyrar og fóru farþegar þaðan með rútu til Egilsstaða. Fljótlega eftir að flugvélin var komin norður opnaðist fyrir flug til Egilsstaða og er þegar ein flugvél lent þar. Farþegar með þeirri vél urðu því aðeins á undan þeim farþegum sem fóru til Akureyrar á endanlegan áfangastað, að því er segir í tilkynningu frá Flugfélagi Íslands.
Ekkert er hægt að segja til um framhaldið - það mun fara eftir umfanginu í gosinu og hvar gosmökkur verður til vandræða. Flugfélag Íslands hvetur viðskiptavini áfram til að fylgjast vel með á textavarpi og á heimasíðu félagsins.