Vísindamenn sögðu í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins fyrir stundu að ómögulegt væri að segja til um hvort hámarki gossins í Grímsvötnum væri náð. Þeir segja að um mjög sveiflukennt gos sé að ræða. Vatnsrennsli í Skeiðará er nú 2.900 rúmmetrar á sekúndu, en Árni Snorrason hjá vatnamælingum Orkustofnunar segir að líklega nái rennslið hámarki; 5-7.000 rúmmetrum á sekúndu, seint í nótt eða fyrramálið. Enn sem komið er er talið að mannvirki séu ekki í hættu, en hlaupið geti þó aukið álag á varnargarða.