"Hlaupið virkar sem gikkur"

Eldgos í Vatnajökli.
Eldgos í Vatnajökli. mbl.is

Þetta er í fyrsta sinn í 70 ár að Skeiðarárhlaup kemur af stað eldgosi í Grímsvötnum, en það gerðist síðast árið 1934, að sögn Freysteins Sigmundssonar, forstöðumanns Norræna eldfjallasetursins. Hann spáði í fyrra að líklega yrði gos í Grímsvötnum innan tveggja ára.

Freysteinn segir að metið hafi verið út frá GPS-mælingum á landrisi og láréttum breytingum í Grímsvötnum að vaxandi kvikuþrýstingur væri undir Grímsvötnum og þar væri kvika að safnast fyrir.

Spennubreytingar og þrýstiléttir

Hann segist hafa metið það fyrir um ári að eldfjallið hafi verið komið inn í þann tímaramma þar sem allar líkur yrðu á gosi á næstu tveim árum. Freysteinn segir þann möguleika hafa verið ræddan að þessi þrýstiléttir og spennubreytingar, þegar vatnið fer, nægðu til þess að koma gosinu af stað.

"Hlaupið virkar sem gikkur sem hleypir eldgosinu af stað," segir Freysteinn. Hann segir að erfitt sé að meta það hversu stórt gosið komi til með að vera, en líkur séu á því að það verði sambærilegt því sem varð í Grímsvötnum 1998.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert