Fjallað um eldgosið í erlendum fjölmiðlum

Fjallað var um eldgosið í Grímsvötnum í erlendum fjölmiðlum í gær, eins og sjá mátti á netsíðum norrænna dagblaða. Athygli þeirra beindist einkum að því að aska úr gosinu gæti truflað flugumferð yfir Norður-Atlantshafið og til Norðurlandanna.

Á netsíðu Dagens Nyheter í Svíþjóð mátti lesa að ský með gosösku hefði borist í 7 þúsund metra hæð yfir fjöll í Lapplandi um kl. 14 í gær. Var því spáð að það myndi breiðast yfir alla Norður-Svíþjóð. Öskuskýið hafði þó ekki valdið neinum vandræðum síðdegis í gær, að sögn DN.

Í Aftenposten óskaði Knut Bjørlykke prófessor eftir því að þeir sem yrðu varir við gosösku í Noregi létu hann vita af því. Sumar lýsingarnar voru í æsifréttastíl, líkt og í netútgáfu VG í Noregi. Þar var fyrirsögnin: "Eldfjallaský á leið til Noregs". Í fjölmiðlunum var greint frá því að gosið væri í Vatnajökli, stærsta jökli Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert