Gosmökkur yfir sunnanverðri Skandínavíu

Gosmökkurinn úr gosinu við Grímsvötn berst víða með háloftavindum.
Gosmökkurinn úr gosinu við Grímsvötn berst víða með háloftavindum. mbl.is/RAX

Flugmálastjórn barst skeyti frá sænsku veðurstofunni í nótt þar sem tilkynnt var um gosmökk sem náði frá 15 þúsund fetum og upp í 50 þúsund feta hæð yfir sunnanverðri Skandinavíu. Eldgosið í Grímsvötnum hefur valdið því að um 311 þúsund ferkílómetra svæði norð-austur af gosstöðvunum er enn lokað fyrir flugumferð og verður svo áfram þar til nánari upplýsingar liggja fyrir um útbreiðslu gosmökksins og öskunnar frá gosinu.

Lokunin á þessu svæði hefur ekki haft mikil áhrif á alþjóðaflugið, en þó hefur þurft að beina flugvélum suður fyrir lokaða svæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert