Skeiðarárhlaupið virðist hafa náð hámarki í gær miðað við niðurstöðu rennslismælingar vatnamælingamanna við Skeiðará í gærkvöldi. Samkvæmt fyrstu úrvinnslu þeirra var rennslið í gærkvöldi um 2.600 rúmmetrar á sekúndu. Að sögn vatnamælingamanna Orkustofnunar var rennslið mun minna í morgun, en þeir voru þó ekki byrjaðir að mæla en sáu greinileg merki þess að vatnsrennslið væri að minnka.