Skeiðarárhlaupið er í rénun eftir að hafa náð hámarki í gær. Rennslið í gærkvöldi var um 2.600 rúmmetrar á sekúndu en samkvæmt upplýsingum frá vatnamælingamönnum Orkustofnunar er rennslið nú komið vel niður fyrir 2.000 rúmmetra á sekúndu. Mælingamenn eru nú að störfum og reiknuðu með að mælingum yrði lokið eftir hádegi.