Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofunni, segir að ósköp rólegt hafi verið yfir gosinu í Grímsvötnum í nótt og samkvæmt mælum er það nánast liðið undir lok, ef ekki alveg búið. Hann sagði að eftir klukkan fjögur í nótt hafi komist ró yfir svæðið og líklega væri ekki gos núna. Hann útilokaði þó ekki að það gæti farið að gjósa af krafti aftur, meðan einhver smá titringur er á svæðinu. „En líkleg er þetta gos búið,“ sagði Ragnar við Fréttavef Morgunblaðsins.
Verulega dró úr gosvirkni í Grímsvötnum í fyrrinótt og í gær komu upp stöku gusur sem náðu aðeins upp í 100 til 200 metra hæð. Gosið hófst að kvöldi mánudagsins 1. nóvember.
Þá hefur öllu hættuástandi fyrir flugumferð vegna gossins verið aflýst.
Á vef BBC. er hægt að sjá kort af því hvernig eldgos verður til.