Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir bandarísk yfirvöld ekki hafa gert neinar formlegar athugasemdir við boð Íslendinga um að veita skákmeistaranum Bobby Fischer dvalarleyfi.
Kom þetta fram í hádegisfréttum rúv en þar sagði Davíð að hafi taflmennska Fischers verið brot á viðskiptabanninu á Júgóslavíu sé það brot fyrnt samkvæmt íslenskum lögum.
Davíð sagði engin formleg viðbrögð eða athugasemdir hafa borist frá bandarískum stjórnvöldum vegna ákvörðunar hans. Hann benti á að Íslendingar, rétt eins og Bandaríkjamenn, hefðu tekið þátt í viðskiptabanninu sem sett var á Júgóslavíu 1992.
Davíð sagðist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að unnusta Fischers komi með honum.