Íslensk leiguvél sækir sænska ferðamenn til Taílands

Taílenskur hemaður undirbýr vatn sem sent var frá Bankok til …
Taílenskur hemaður undirbýr vatn sem sent var frá Bankok til Phuket fyrr í dag. 10 tonn af íslensku vatni fara til Phuket í kvöld. AP

Vél frá Loftleiðum Icelandic, leiguflugfélagi Flugleiða, fer í loftið kl. 22 í kvöld áleiðis til eyjunnar Phuket á Taílandi, þangað sem hún mun sækja sænska ferðamenn sem komust lífs af í hamförunum á sunnudag. Ferðin er farin að beiðni sænskra stjórnvalda.

Flugvélin fer héðan hlaðin tæpum 10 tonnum af Iceland Spring vatni sem Ölgerðin Egill Skallagrímsson gefur til hjálparstarfs á eynni. Í tilkynningu frá Ölgerðinni er haft eftir Pétri Ásgeirssyni, skrifstofustjóra hjá utanríkisráðuneytinu, að Flugleiðir hafi haft samband við ráðuneytið í dag vegna ferðarinnar og spurt hvort áhugi væri á að nýta hana til að flytja hjálpargögn til flóðasvæðanna. Hafi Ölgerðin brugðið skjótt við og boðist til að senda vatn með vélinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert