Til Taílands í útskriftarferð

Tuttugu nemendur, sem nýlega útskrifuðust úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja, eru ákveðnir að fara í fyrirhugaða útskriftarferð til Hua Hin í Taílandi á morgun, að sögn Elvu Bjarkar Margeirsdóttur, eins nemendanna.

Þrír voru enn í vafa eftir fund sem haldinn var í gærkvöldi með nemendunum, foreldrum þeirra og framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Kuoni, sem skipuleggur ferðina. "Auðvitað er maður ekki alveg öruggur, en við erum búin að tala við Rauða krossinn, utanríkisráðuneytið, landlæknisembættið, ræðismann Taílands og staðkunnugt fólk. Það segja allir að við séum örugg á þessum stað," sagði Elva Björk. Ætlunin er að fljúga til Bangkok í Taílandi og aka síðan til Hua Hin þar sem hópurinn dvelur í tvær vikur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert