Fáni í hálfa stöng á nýársdag vegna náttúruhamfaranna

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, hefur ákveðið að fáni skuli dreginn í hálfa stöng við opinberar stofnanir á nýársdag vegna náttúruhamfaranna í Asíu.

Slíkt hið sama verður gert í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi á nýársdag og hefur verið mælst til þess að almenningur votti hinum látnu virðingu sína á sama hátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert