Íslendingar í Taílandi taldir öruggir

Fengist hafa vísbendingar um að fimm Íslendingar, sem leitað var að í Taílandi og talið var að gætu hafa verið á hættusvæði, séu ekki í hættu þótt ekki hafi náðst í þá sjálfa, að sögn Heiðrúnar Pálsdóttur sendiráðsritara.

Áfram verður reynt að hafa samband við þetta fólk. Að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu, er fólk ekki tekið af listanum yfir þá sem leitað er að fyrr en heyrst hefur í því sjálfu. Sagðist Pétur vonast til að mál Íslendinganna sem leitað hefur verið að í Taílandi skýrðust í dag.

Enn hefur ekki náðst samband við fimm manna fjölskyldu sem ættingjar telja að hafi farið til Balí. Ekki urðu neinir mannskaðar á Balí vegna flóðbylgna. Áfram verður reynt að hafa samband við þetta fólk til öryggis, að sögn Heiðrúnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert