Fjárlaganefnd fundi svo fljótt sem kostur er vegna hamfara í Asíu

Frá einu hamfarasvæðanna á Indlandi.
Frá einu hamfarasvæðanna á Indlandi. AP

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sendi fjárlaganefnd Alþingis í gær bréf þar sem hann óskaði eftir því að fjárlaganefnd komi saman til fundar svo fljótt sem kostur er til að vinna tillögur um fjárstuðning til náttúruhamfarasvæðanna við Indlandshaf. Magnús Stefánsson formaður fjárlaganefndar segir ekki hafa verið ákveðið hvenær næst verði fundað í nefndinni.

„Ég mun verða í sambandi við ríkisstjórnina eftir áramótin. Þegar svona mál koma upp eru þau yfirleitt á hennar könnu. Ég mun því hafa samráð við hana og fleiri eftir áramótin,“ segir Magnús. Hann segir engar ákvarðanir hafa verið teknar í málinu en farið verði yfir það eftir áramót.

Þingflokkur VG hefur jafnframt hvatt til þverpólitískrar samstöðu um að nú þegar verði ákveðin aukafjárveiting upp á að minnsta kosti 300 milljónir króna sem renni til hamfarasvæðanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert