Íslenska hjúkrunarfólkið komið heim

Íslensku læknarnir og hjúkrunarfræðingarnir í Leifsstöð í kvöld eftir erfiða …
Íslensku læknarnir og hjúkrunarfræðingarnir í Leifsstöð í kvöld eftir erfiða ferð til Taílands. Víkurfréttir/Hilmar Bragi

Flugvél Loftleiða Icelandic, sem fór til Taílands til að sækja Svía, sem slösuðust í hamförunum í Asíu, kom í kvöld til Keflavíkur frá Stokkhólmi en flugvélin lenti þar undir miðnætti í gærkvöldi með 38 sjúklinga. Ferðin gekk áfallalaust og voru flestir sjúklinganna fluttir á sjúkrahús þegar komið var til Stokkhólms. Nær allir sem fóru með flugvélinni frá Taílandi til Svíþjóðar höfðu misst einhvern sér nákominn í náttúruhamförunum og orðið fyrir áfalli.

Íslensku læknarnir og hjúkrunarfólkið þótti sýna mikla fagmennsku og inna af hendi fórnfúst starf. Hafa Svíar borið lof á allt skipulag og vinnu Íslendinga í sjúkrafluginu. Við komuna til landsins tóku Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Jóhannes M. Gunnarsson, forstjóri LSH, Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri, og Vilhelmínu Haraldsdóttur, lækningaforstjóra, á móti hópnum og færðu honum þakkir spítalans og ráðuneytisins fyrir vel unnin störf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert