Varhugaverður spegill

Kona hringdi til lögreglunnar í Reykjavík í gærkvöldi til að tilkynna um varhugaverðan spegil á kvennasalerni á skemmtistað í miðborginni. Hafði konan komist að því að hægt væri að horfa í gegnum spegilinn, aftanfrá.

Að sögn lögreglu snýr bak speglisins inn að karlaklósetti og sagði konan að þar væri vörður sem varnaði því að aðrir en karlar gætu komist inn á klósettið og séð hvers kyns var. Karlarnir gætu fylgst með því sem væri að gerast á kvennaklósettinu. Óskaði konan eftir því að lögregla rannsakaði málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert