Íslenska útvarpsfélagið leggur niður þrjár útvarpsstöðvar

mbl.is

Íslenska útvarpsfélagið hætti útsendingu dagskrár þriggja útvarpsstöðva klukkan 21 í kvöld. Um er að ræða stöðvarnar Skonrokk, X-ið og Stjörnuna, að því er segir í fréttatilkynningu félagsins. Þar kemur fram að ástæða lokunarinnar sé viðvarandi taprekstur um langt skeið.

„Eins og fram hefur komið í fréttum hyggst félagið hefja útsendingar nýrrar útvarpsstöðvar undir stjórn Illuga Jökulssonar í byrjun næsta mánaðar. Samhliða verður starfsemi Bylgjunnar og FM957 efld,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir ennfremur að ráðgert sé að félagið hefji fljótlega endurvarp á erlendri fréttarás í útvarpi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert