Guðni: Íraksmálið hefur verið margrætt

„Ég tel þessa yfirlýsingu vera rétta og kannast við þessa atburðarás," segir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, um yfirlýsingu forsætisráðherra í gær vegna umræðu um Íraksmálið.

„Ég tel hins vegar að ýmsar fréttastofur hafi snúið út úr orðum mínum og tekið þau úr samhengi, án þess að bera það undir mig. Það er alveg skýrt þarna, að ákvörðun um að styðja með pólitískri yfirlýsingu hernaðaraðgerðir Breta og Bandaríkjamanna, sem Halldór og Davíð hafa rakið mjög skýrt og eru okkar banda- og vinaþjóðir á þessum vettvangi, hún er tekin af þeim sem það ber að gera. Ég hef aldrei sagt neitt annað en að þetta Íraksmál hefur verið margrætt í ríkisstjórn og utanríkismálanefnd og á vegum okkar framsóknarmanna fyrir og eftir þessa ákvörðun. Það er alveg á hreinu af minni hálfu," segir Guðni.

Er ekki að hverfa frá stuðningi við þessa pólitísku yfirlýsingu

„Þarna voru auðvitað bandamenn að fara inn til þess að taka þennan Saddam Hussein, sem hafði drepið milljón manns og ógnaði heimsfriði. Það er auðvitað skýrt að þessi 30 þjóða yfirlýsing sneri eingöngu að því að fara inn og taka þennan mann úr umferð og hefja svo uppbyggingu í Írak og lýðræðislega endurskipulagningu. Nú eru kosningar þar framundan og þar er því hafinn nýr tími og ég held að við eigum ekkert að eyða kröftum okkar í þessar deilur. Maðurinn var ógnvænlegur," segir Guðni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert