Áfrýjunarnefnd samkeppnismála lækkar sektir olíufélaganna

mbl.is/Júlíus

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur lækkað stjórnvaldssektir sem samkeppnisráð gerði olíufélögunum að greiða í vegna ólöglegs samráðs. Lækka sektirnar úr samtals 2,6 milljörðum í um 1,5 milljarða, mest hjá Skeljungi. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins að meginniðurstöður samkeppnisráðs um ólöglegt samráð, hafi verið staðfestar að mestu.

Samkvæmt úrskurði áfrýjunarnefndarinnar, sem kynntur var nú um hádegið, lækkar sekt Kers úr 605 milljónum í 495 milljónir samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, sekt Olíuverslunar Íslands úr 880 milljónum í 560 milljónir og sekt Skeljungs úr 1100 milljónum í 450 milljónir eins og áður sagði. Þá var 40 milljóna króna sekt Orkunnar felld niður.

Hægt er að vísa þessari niðurstöðu til dómstóla.

Úrskurður úrskurðarnefndar samkeppnismála

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert