Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur lækkað stjórnvaldssektir sem samkeppnisráð gerði olíufélögunum að greiða í vegna ólöglegs samráðs. Lækka sektirnar úr samtals 2,6 milljörðum í um 1,5 milljarða, mest hjá Skeljungi. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins að meginniðurstöður samkeppnisráðs um ólöglegt samráð, hafi verið staðfestar að mestu.
Samkvæmt úrskurði áfrýjunarnefndarinnar, sem kynntur var nú um hádegið, lækkar sekt Kers úr 605 milljónum í 495 milljónir samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, sekt Olíuverslunar Íslands úr 880 milljónum í 560 milljónir og sekt Skeljungs úr 1100 milljónum í 450 milljónir eins og áður sagði. Þá var 40 milljóna króna sekt Orkunnar felld niður.
Hægt er að vísa þessari niðurstöðu til dómstóla.
Úrskurður úrskurðarnefndar samkeppnismála