Guðni Ágústsson starfandi forsætisráðherra

Guðni Ágústsson.
Guðni Ágústsson.

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, er í leyfi í útlöndum fram á laugardag og á meðan mun Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, gegna embætti forsætisráðherra þar sem Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, er einnig í leyfi í útlöndum.

Samkvæmt upplýsingum Fréttavefjar Morgunblaðsins verður Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fjarverandi síðari hluta vikunnar og verður Guðni þá einnig handhafi forsetavalds ásamt forseta Alþingis og forseta Hæstaréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert