Fyrsta lamb vorsins á Ströndum, svo vitað sé til, leit dagsins ljós á bænum Odda í Bjarnarfirði á miðvikudag í síðustu viku. Frá þessu er greint á fréttavefnum strandir.is. Ærin sem bar lambinu heitir Sólgull og er veturgömul.
„Það hefði ekki þótt gæfulegt á árum áður að koma í heiminn þegar hafís nálgast eins og staðan er nú, en óneitanlega er fyrsta lambið alltaf nokkur vorboði hjá bændum,“ segir á strandir.is.