Linda J. Hartley, talsmaður bandaríska sendiráðsins í Reykjavík, sagði í fréttum Útvarpsins, að sú ákvörðun Alþingis að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt hafi valdið bandarískum stjórnvöldum vonbrigðum. Hafi formlegum athugasemdum verið komið á framfæri við íslensk stjórnvöld.
Hartley sagði við Útvarpið, að Bandaríkjamenn vilji að mál Fischers fái meðferð í bandarísku réttarkerfi. Bandaríkjamenn telji þó ekki íslenskan ríkisborgararétt Fischers vera afskipti af bandarískum innanríkismálum.