Ragnheiður Gestsdóttir hlaut barnabókaverðlaun

Ragnheiður og Guðni með verðlaun sín.
Ragnheiður og Guðni með verðlaun sín.

Ragn­heiður Gests­dótt­ir hlýt­ur Barna­bóka­verðlaun menntaráðs Reykja­vík­ur fyr­ir bestu frum­sömdu barna­bók­ina í ár. Verðlaun­in hlýt­ur hún fyr­ir bók sína Sver­ber­ann sem kom út hjá Eddu út­gáfu síðastliðið haust. Þetta er í annað sinn sem Ragn­heiður hlýt­ur þessi verðlaun en hún fékk þau einnig árið 2001 fyr­ir ung­linga­sög­una 40 vik­ur.

Þá hlaut Guðni Kol­beins­son verðlaun fyr­ir bestu þýðingu barna­bók­ar fyr­ir þýðingu bók­ar­inn­ar Abarat eft­ir Cli­ve Bar­ker. Verðlaun­in voru af­hent síðdeg­is í Höfða.

Ragn­heiður hlaut einnig í síðustu viku Nor­rænu barna­bóka­verðlaun­in 2005 fyr­ir höf­und­ar­fer­il sinn sem rit­höf­und­ur og mynd­list­armaður, með sér­stakri áherslu á Sverðber­ann.

Til­gang­ur Barna­bóka­verðlauna fræðsluráðs er að örva metnaðarfull­ar rit­smíðar og þýðing­ar fyr­ir börn og að vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um mik­il­væga vett­vangi ís­lenskr­ar bóka­út­gáfu. Úthlut­un­ar­nefnd­in er skipuð af fræðsluráði Reykja­vík­ur.

Sverðber­inn seg­ir frá Sig­nýju, sem slasast al­var­lega í bíl­slysi og ligg­ur í dái á sjúkra­húsi. Önnur höfuðper­sóna sög­unn­ar er Leda, en það er ein­mitt nafnið sem Signý hafði valið á per­sónu sína í hlut­verka­leik. Sag­an ger­ist á tveim­ur sviðum: Á sjúkra­hús­inu fylg­ist les­and­inn með fjöl­skyldu og vin­um Sig­nýj­ar og fær inn­sýn í líf þeirra, en Leda þarf að særa ís­hjarta drottn­ing­ar í æv­in­týra­heimi til að frelsa álfaþjóð und­an ánauð. Sag­an er afar vel byggð og spenn­andi og hef­ur jafn­framt yfir sér heill­andi blæ æv­in­týr­is­ins.

Ragn­heiður Gests­dótt­ir er fædd í Hafnar­f­irði 1953. Hún hef­ur auk Nor­rænu barna­bóka­verðlaun­anna hlotið marg­vís­leg­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir ritstörf sín.

Ragn­heiður er kenn­ari að mennt og stundaði einnig há­skóla­nám í lista­sögu og bók­mennta­fræði. Hún hef­ur sótt bæði byrj­enda- og fram­halds­nám­skeið í hand­rita­gerð á veg­um Kvik­mynda­sjóðs og nám­skeið í leik­rit­un á veg­um End­ur­mennt­un­ar­stofn­un­ar HÍ. Ragn­heiður er sem stend­ur formaður Sí­ung, sam­taka ís­lenskra barna- og ung­linga­bóka­höf­unda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert