Nói albínóastelkur kominn aftur í Engidal

Hvítu stelkarnir í Engidal. Nói er sá neðri á myndinni.
Hvítu stelkarnir í Engidal. Nói er sá neðri á myndinni. Böðvar Þórisson/nave.is

Albínóastelkurinn Nói var mættur í Engidal í Skutulsfirði á miðvikudag og er þetta sjöunda sumarið sem hann sést í dalnum, að því er kemur fram á vef Náttúrustofu Vestfjarða.

Undanfarin sumur hafa margir, sem leið hafa átt um Engidal, tekið eftir þessum sérstæða farfugli en nú eru albínóastelkirnir þar tveir. Sá nýi er með meira af brúnum fjöðrum á hálsinum og á því er unnt að þekkja þá í sundur.

Stelkar eru vaðfuglar sem halda sig oftast í grasi og votlendi. Þeir fela hreiður sitt vel og hafa hátt þegar einhver nálgast það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert