Almenningur fékk fund með starfsmönnum einkavæðingarnefndar

Orri Vigfússon og Agnes Bragadóttir, forsvarsmenn Almennings ehf. fara á …
Orri Vigfússon og Agnes Bragadóttir, forsvarsmenn Almennings ehf. fara á fund starfsmanna einkavæðingarnefndar í fjármálaráðuneytinu í dag. mbl.is/Þorkell

Forsvarsmenn Almennings ehf, félags fólks sem hefur hug á að kaupa hlut í Símanum, fóru á fund starfsmanna einkavæðingarnefndar í fjármálaráðuneytinu klukkan ellefu í dag.

„Við óskuðum þar eftir því að fá útboðsgögn bandaríska fjármálafyrirtækisins Morgan Stanley um Símann, en án þeirra er okkur ókleift að gera útboðslýsingu á Símanum til að senda inn til Fjármálaeftirlitsins,“ segir Agnes Bragadóttir einn forsvarsmanna hópsins. „Við ítrekuðum ennfremur þá ósk okkar um frekari frest til tilboðsgerðar vegna þeirra örðugleika sem hafa mætti okkur.“

Hún segir að starfsmenn nefndarinnar hafi hlýtt á erindið og sagst koma því á framfæri við nefndina sem fundar á miðvikudag. Því sé viðbragða nefndarinnar ekki að vænta fyrr en eftir það.

Heimasíða til að skrá sig

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert