Fjárfestar minntir á trúnaðarskyldu

Einkavæðingarnefnd sendi í gær frá sér bréf þar sem vakin er athygli á trúnaðarskyldum áhugasamra fjárfesta í tengslum við sölu Landssímans. Fram kemur að tilteknar upplýsingar um söluferlið hafi verið gerðar opinberar í fjölmiðlum af fjárfestum, sem undirritað hafa trúnaðarsamninga, án leyfis einkavæðingarnefndar. Minnir nefndin aðila á að upplýsingagjöf geti hugsanlega falið í sér brot á ákvæðum samningsins. Áréttað er að hvers konar brot á trúnaðarsamningnum verði litin mjög alvarlegum augum og geti leitt til þess að hugsanlegir fjárfestar verði útilokaðir frá þátttöku í söluferli Símans án frekari fyrirvara.

Bréfið sent út að gefnu tilefni

Að sögn Stefáns Jóns Friðrikssonar starfsmanns einkavæðingarnefndar er bréfið sent út að gefnu tilefni án þess að hann tjái sig frekar um hvort einhverjir ákveðnir fjárfestar séu grunaðir um trúnaðarbrot.

Bréfið var sent öllum fjárfestum lýst hafa áhuga á Landssímanum og undirritað trúnaðarsamning. Einkavæðingarnefnd áskilur sér rétt til að gera efni bréfsins opinbert ef tilefni er til.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert