Hópur kvenna gerði tilboð í Símann

Hópur kvenna með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu var meðal þeirra sem gerðu tilboð í Símann, í samstarfi við erlenda aðila. Hópurinn stendur að einkahlutafélaginu D8, sem er kennt við upphafsreit svörtu drottningarinnar í skák.

"Okkur fannst þetta vera leið til þess að auka áhrif kvenna með því að koma að stóru fyrirtæki eins og Símanum sem eigendur," segir Dagný Halldórsdóttir, forsvarsmaður og stjórnarformaður D8. Dagný starfar í dag sem aðstoðarforstjóri Neyðarlínunnar, en var áður aðstoðarforstjóri Íslandssíma, og stofnaði og rak netveituna Skímu. Auk hennar eru Arndís Kristjánsdóttir og Sigríður Hallgrímsdóttir skráðar í stjórn félagsins, skv. upplýsingum úr hlutafélagaskrá Ríkisskattstjóra.

Dagný segir að aðrar konur sem standi að D8 ehf. séu allar með reynslu sem nýtist við rekstur fyrirtækis á borð við Símann, svo sem á sviði stjórnunar, rekstrar og fjárfestinga, að ógleymdri mikilli reynslu úr upplýsingatæknigeiranum og fjarskiptaumhverfinu. Hún vill ekki gefa upp hvaða aðrar konur standi að D8 að svo komnu máli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka