Einn skemmdarvarga á ráðstefnu úrskurðaður í gæsluvarðhald

Einn þeirra ráðstefnugesta sem fékk á sig slettur á Hótel …
Einn þeirra ráðstefnugesta sem fékk á sig slettur á Hótel Nordica í gær. mbl.is

Einn þeirra þriggja sem ruddust inn á alþjóðlega ráðstefnu um áliðnaðinn á Hótel Nordica í gær, og slettu grænum vökva yfir ráðstefnugesti, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudags, en hinum tveimur hefur verið sleppt.

Að sögn Óskars Þórs Sigurðssonar, lögreglufulltrúa hjá Lögreglunni í Reykjavík, var það Bretinn í hópnum sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald, en Íslendingunum tveimur var sleppt. „Við þurfum að kanna nánar hans þátt í þessu máli,“ sagði Óskar nú stuttu eftir hádegi, og bætti því við að kæra væri komin fram vegna eignaspjalla á hótelinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert