Tveir drengir létust í umferðarslysi í Öxnadal í nótt. Lögreglunni á Akureyri barst tilkynning frá vegfarenda kl. 2:21 í nótt um að bifreið hefði lent utan vegar. Um var að ræða fólksbifreið sem var á norðurleið og í henni voru fjórir piltar á aldrinum 15-18 ára. Tveir þeirra voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Hinir voru fluttir til aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Annar þeirra er til meðferðar á gjörgæsludeild en hinn á slysadeild. Ekki er unnt að greina frá nöfnum hinna látnu að svo stöddu.