Alvarlega slasaður eftir umferðarslys í Reykjavík í morgun

Karlmaður er alvarlega slasaður eftir umferðarslys á Reykjanesbraut í Reykjavík um tíuleytið í morgun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Fólksbíll sem ekið var í suður lenti á stólpa undir brúnni á Miklubraut þar sem hún liggur yfir Reykjanesbrautina.

Ökumaðurinn var einn í bílnum og slasaðist mikið. Bíllinn er gerónýtur. Tildrög slyssins eru óljós. Svo virðist sem ökumaður hafi ætlað að beygja af Reykjanesbrautinni og upp á Miklubraut í austur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert